Forráðamenn Liverpool munu væntanlega fylgjast vandlega með leik Hertha Berlin og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni þótt að Naby Keita, verðandi leikmaður Liverpool, sé í leikbanni.

Þannig er mál með vexti að lokaupphæðin sem Liverpool greiðir Keita fyrir ræðst af því hvort að Leipzig komist í Evrópukeppni. Eykst upphæðin ef félagið kemst í Meistaradeildina.

Þarf Liverpool alltaf að greiða 48 milljónir punda fyrir Keita en ef Leipzig endar í Evrópudeildinni bætist 4,75 milljónir punda við kaupverðið. Nái þeir að stökkva alla leið upp í fjórða sætið sem gefur sæti í Meistaradeildinni fer upphæðin upp í 59. milljónir punda.

Leipzig er fyrir leikinn í 6. sæti og gæti neðst lent í 9. sæti deildarinnar en einnig náð upp í 4. sæti, upp fyrir Hoffenheim og Bayer Leverkusen ef önnur úrslit eru þeim hagstæð.