Enska fótboltafélagið Liverpool ráðgjafa um andlega heilsu til þess að aðstoða leikmenn við að bregðast við lendi þeir í hvirfilvindi samfélagsmiðla.

Trent Alexander-Arnold og Sadio Mane lentu nýlega í netníði eftir leik hjá Liverpool og fyrirliði liðsins, Jordan Henderson, ræddi í kjölfarið mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu leikmanna.

Geðlæknirinn Ishbel Straker mun hafa yfirumsjón með andlegri velferð leikmannaa hjá Liverpool og leikmenn liðsins eiga þess kost að ræða við hann verði þeir fyrir aðkasti innan vallar eða á samfélagsmiðlum.

Þá á Straker einnig að fylgjast með því hvernig ungum leikmönnum hjá Liverpool gengur að höndla þá athygli og frægð sem fylgir því að spila fyrir félagið.