Liverpool lenti í basli framan af en náði að skjótast aftur upp fyrir Manchester City í bili með 2-0 sigri á Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var sjötti sigurleikur Liverpool í röð sem er með tveggja stiga forskot á toppnum en City á þó leik til góða.

Staðan var markalaus í hálfleik en Liverpool komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki frá Gini Wijnaldum.

James Milner innsiglaði sigur Liverpool af vítapunktinum tíu mínútum fyrir leikslok.

Á sama tíma mistókst Arsenal að styrkja stöðu sína í baráttunni um þriðja og fjórða sætið þegar Crystal Palace vann óvæntan 3-2 sigur á Emirates-völlinn.

Crystal Palace komst yfir í upphafi leiks og bætti við tveimur mörkum um miðbik seinni hálfleiks eftir að Mesut Özil hafði jafnað metin í upphafi seinni hálfleiks.

Pierre-Emerick Aubameyang kom inn af bekknum og minnkaði muninn en Skytturnar náðu ekki að snúa leiknum sér í hag.

Tottenham er því áfram í 3. sæti deildarinnar þegar öll liðin eiga fjóra leiki eftir.Liverpool aftur á toppinn