Liverpool er áfram með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Newcastle í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag.

Þetta var fjórtándi sigurleikur Liverpool í röð í ensku úrvalsdeildinni og halda þeir áfram að bæta félagsmetið.

Jetro Willems kom gestunum óvænt yfir snemma leiks með frábæru skoti eftir skyndisókn og leiddi Newcastle fyrstu mínútur leiksins.

Sadio Mane tók þá til sinna ráða og jafnaði metin með flottu skoti áður og bætti við öðru marki sínu stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir mistök markmanns Newcastle.

Newcastle fékk tvö góð færi í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Liverpool aftur í gír og fór að leita að þriðja markinu.

Bítlaborgarmenn voru búnir að fara illa með fjölmörg færi þegar Mo Salah komst á blað og gerði út um leikinn með þriðja marki Liverpool eftir frábæran undirbúning Roberto Firmino.