Enska knattspyrnufélagið Liverpool sendi frá sér tilkynningu síðdegis í dag þar sem fram kemur að félagið hafi tekið þá ákvörðun að hætta við að óska eftir aðstoð breskra stjórnvalda til þess að greiða laun starfsmanna félagsins.

Bresk stjórnvöld buðu fyrirtækjum þá leið að greiða 80% launa þeirra á meðan kórónaveirufaraldurinn gengur yfir og í lok síðustu viku óskaði Liverpool eftir því að fá þessar greiðslur úr ríkissjóði.

Su ákvörðun forráðamanna Liverpool var harðlega gagnrýnd af bæði stuðningsmönnum liðsins, almenningi og álitsgjöfum í sjónvarpi.

Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, sendi stuðningsmönnum Liverpool bréf í dag þar sem fram kemur að félagið hafi sýnd skort á dómgreind þegar það leitaði til stjórnvalda og nú hafi verið ákveðið að draga þá umsókn til baka.