Enskir fjölmiðlar fullyrða að Liverpool og Nike séu að leggja lokahönd á samning um að Liverpool leiki í Nike frá og með næsta vetri og fái fyrir það metupphæð.

Það yrði í fyrsta sinn sem Liverpool léki í treyjum frá Nike eftir að hafa verið undanfarin ár í New Balance og Warrior.

Evrópumeistararnir voru í viðræðum við Nike, Puma og Adidas og er Nike tilbúið að bjóða Liverpool metupphæð í enskum fótbolta fyrir samstarfið og bæta með því metsamning Manchester United.

New Balance á þó rétt á því að jafna tilboð Nike og gæti því enn gert lokatilraun til að halda Liverpool áfram í vörum frá félaginu.