Liverpool eru nálægt því að ganga frá kaupum á kólumbíska vængmanninum Luis Diaz, sem leikur með Porto.

Diaz á að bæta breiddina í framlínu Liverpool í ljósi fjarveru Mo Salah og Sadio Mané í Afríkukeppninni í janúar. Þá er Liverpool einnig orðað við kantmennina Jarrod Bowen, leikmann West Ham og Raphinha hjá Leeds United.

Jürgen Klopp hafði hug á að bæta Diaz við leikmannahóp Liverpool næsta sumar en vill nú flýta kaupunum til þess að bregðast við því að vera án Salah og Mané næstu vikurnar.

Enskir fjölmiðlar segja kaupverðið á þessum 24 ára gamla leikmanni vera um það bil 60 milljónir punda. Diaz hefur skorað 12 mörk og lagt upp fjögur önnur fyrir Porto í 15 leikjum í portúgölsku efstu deildinni á yfirstandandi leiktíð.