Forráðamenn LIV-mótaraðarinnar í golfi eiga í viðræðum við sjónvarpsstöðina Fox um að sýna frá mótum á mótaröðinni á íþróttastöðvum Fox.

Samkvæmt heimildum ytra er LIV að greiða fyrir að komast á dagskrá hjá Fox. Það þykir afar fátítt því sjónvarpsstöðvarnar þurfa iðulega að greiða fyrir sýningarréttinn.

Það eru fjögur mót eftir af fyrsta tímabili LIV-mótaraðarinnar sem telur aðeins átta mót ár hvert.

LIV-mótaröðin hefur vakið mikla athygli enda margir af bestu kylfingum heims þegið vegleg tilboð frá LIV að skipta um mótaröð af PGA-mótaröðinni.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu eru að fjármagna mótaröðina.