Ástralinn Nick Kyrgios sem var sektaður í tvígang fyrir hegðun sína í fyrstu þremur leikjunum á Wimbledon, er á leiðinni fyrir dómstól vegna ásakana um heimilisofbeldi í garð fyrrum unnustu sinnar, fyrirsætunnar Chiara Passari.

Lögmaður Kyrgios staðfesti að hann ætti að mæta fyrir dómstóla þann 2. ágúst næstkomandi vegna ákæru um heimilisofbeldi í lok síðasta árs.

Verði Kyrgios dæmdur sekur gæti hann átt von á allt að tveggja ára fangelsi. Hann hefur ekki tjáð sig um málið.

Kyrgios var sektaður fyrir að munnhöggvast við Stefanos Tsisipas á meðan leik þeirra stóð, aðeins tveimur dögum eftir að hann var sektaður fyrir að hrækja í átt að áhorfenda.