Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton þegar liðið bar sigurorð af Southampton, 2-1, í leik liðannaí 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Það voru Tom Davies og Richarlison sem skoruðu mörk Everton sem komst upp í 13. sæti deildarinnar með 14 stig með þessum sigri. Danny Ings skoraði hins vegar mark Southampton sem er næst neðsta sæti með átta stig.

Tottenham Hotspur og Sheffield United skildu jöfn 1-1 en þar kom Son Heung-min Tottenhm yfir en George Baldock sem lék á sínum tíma með ÍBV tryggði Sheffield stig.

Graham Scott kom skoraði fyrir Sheffield í leiknum en VAR dæmdi markið af þar sem tærnar á John Lundstram voru fyrir innan varnarlínu Tottenham.Sheffield United er í sjötta sæti með 17 stig en Tottenham er hins vegar í því 12. með 14 stig.

Newcastle United með tvo sigra í röð

Burnley sem lék án Jóhanns Berg Guðmundssonar sem er fjarri góðu gamni vegna meiðsla vann sannfærandi 3-0 sigur á móti West Ham United. Ashley Barnes og Chris Wood komu Burnley í 2-0 og þriðja markið var sjálfsmark.

Eftir þennan sigur er Burnley í níunda sæti deildarinnar með 15 stig en West Ham er komið niður í 16. sæti með sín 13 stig eftir góða byrjun í deildinni á leiktíðinni.

Newcastle United hafði betur í öðrum leik sínum í röð þegar liðið lagði lagði Bournemouth að velli með tveimur mörkum gegn einu.

Harry Wilson kom Bournemouth reyndar yfir í leiknum en mörk DeAndre Yedlin og Ciaran Clark sáu til þess að Newcastle fór með sigur af hólmi. Newcastler er í 11. sæti með 15 stig en Bournemouth er í því sjöunda með einu stigi meira.