Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rašimas hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Selfoss sendi frá sér í dag.

Rašimas er þrítugur og reynslumikill markmaður en hann hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010.  Hann kemur til Selfoss frá Þýska liðinu EHV Aue en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu og pólsku vinum okkar í Azoty Pulawy.

Halldór Jóhann Sigfússon tók við stjórnartaumunum á liðinu í vor og hann er byrjaður að setja svip á leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil.