Formúla 1 tilkynnti á síðasta ári að það yrði keppt í Las Vegas, borg syndanna sem er helst þekkt fyrir spilavíti og skemmtanalíf á þessu tímabili.

Allur undirbúningur fyrir keppnina er á fullu og er allt skipulag byrjað að taka á sig mynd.

Verður það þriðji kappaksturinn sem fer fram í Bandaríkjunum á næsta tímabili.

Brautin mun liggja í gegnum miðja borgina í Las Vegas framhjá þekktustu kennileitum borgarinnar (e. the strip).

Fyrsta keppnin í Formúlu 1 á þessu tímabili fór fram um síðustu helgi þar sem Heimsmeistarinn, Max Verstappen, vann auðveldan sig.

Hér að neðan er hægt að sjá hvernig brautin í Las Vegas verður.

Það verður litadýrð á brautinni.
Brautin verður ein sú glæsilegasta í sögunni.
Brautin fer í gegnum alla frægustu staði Las Vegas.