For­maður Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands, KKÍ, Hannes S. Jóns­son, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að KKÍ líti mál ellefu ára stúlkna hjá körfu­knatt­leiks­deild ÍR afar al­var­legum augum. Þau vilji þó gefa ÍR færi á að svara fyrir at­vikið áður en þau bregðist við.

Greint var frá því fyrr í dag að stúlkna­lið ÍR í 11 ára flokki hafi neitað að taka við Ís­lands­meistara­titlinum og skildi gull­medalíur sínar eftir á gólfinu þegar þær gengu út úr salnum þar sem verð­launa­af­hendingin fór fram. Stúlkurnar neituðu að taka við bikar frá KKÍ vegna þess að sam­bandið hafði áður ekki orðið við beiðni þeirra um að fá að spila við drengi.

„Við hjá KKÍ lítum þetta al­var­legum augum, sér­stak­lega með hag barnanna að leiðar­ljósi. Að þær hafi ekki fengið gull­peninginn í hendurnar og að taka á móti bikar og að fá þá á­nægju sem að fylgir því að vera Ís­lands­meistari. Við for­dæmum þetta og númer eitt, tvö og þrjú finnst okkur þetta leiðin­legt gagn­vart börnunum, en ekki bara börnunum í ÍR, heldur líka öðrum börnum sem tóku þátt í mótinu. Við viljum gefa körfu­knatt­leiks­deild ÍR færi á að svara áður en að við tökum á­kvörðun í þessu máli. Það verður væntan­lega í kvöld,“ segir Hannes.