Ronaldo rauf 800 marka múrinn með félags- og landsliði sínu á fimmtudaginn þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Manchester United á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo hefur nú skorað 801 mark á sínum ferli með félags- og landsliðium og er sá eini sem hefur náð þeim fjölda.

Gary Lineker, sem er nú umsjónarmaður markaþáttarins Match of the day, var á sínum tíma mikill markaskorari og hann setti inn færslu á Twitter í tilefni þess að Ronaldo var kominn í 801 mark.

,,801," var það eina sem stóð í færslu Lineker.

Annar Twitter notandi sem gengur undir notandanafninu Bibococo svaraði færslu Lineker gaf það í skyn að flest þessara marka hefðu komið út frá línupoti eða úr vítaspyrnum og gerði þannig lítið úr afreki Ronaldos, Lineker ekki til skemmtunar.

,,Þetta er jafn fáránlegt og það er mikil vanvirðing að skrifa þetta. Ronaldo er einn besti leikmaður knattspyrnusögunnar. Algjört undur," var svar við Linekers.

Ronaldo er markahæsti leikmaður knattspyrnusögunnar, þá er hann einnig markahæstur er litið er eingöngu til landsleikja, hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu og í sögu Real Madrid.