Skíðamót Íslands í skíðagöngu hófst í gær í Hlíðarfjalli við Akureyri með keppni í sprettgöngu. Keppni hófst með undanrásum þar sem allir keppendur fóru í tímatöku. Hjá körlum fóru átta efstu í undanúrslit og fjórir bestu úr undanúrslitum í úrslit. Hjá konum fóru fjórar bestu úr undanrásum í úrslit.

Í úrslitum hjá konum sigraði Linda Rós Hannesdóttir frá Ísafirði eftir frábæran sprett í úrslitum, var þetta hennar fyrst Íslandsmeistaratitill í fullorðinsflokki.

Hjá körlunum stóð Snorri Einarsson frá Ulli uppi sem sigurvegari eftir ótrúlegan endasprett við Dag Benediktsson sem endaði með því að það þurfti myndbandsdómgæslu en einungis munaði nokkrum sentimetrum á þeim.

Konur
1. Linda Rós Hannesdóttir - SFÍ
2. Gígja Björnsdóttir - SKA
3. Veronika Lagun - SKA

Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Dagur Benediktsson - SFÍ
3. Albert Jónsson - SFÍ

Í dag fer fer fram 10/15 km með frjálsri aðferð og hefst keppni kl.17:00.

Seinni partinn í gær fóru svo fram tvö svigmót í alpagreinum í Hlíðarfjalli við Akureyri. Um er að ræða frestuð mót frá því fyrr í vetur sem fóru fram við fínustu aðstæður í dag. Mótin voru FIS ENL mót og gáfu því alþjóðleg FIS stig.

Konur
Fyrra svigmót
1. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SKRR
2. Jóhanna Lilja Jónsdóttir - UÍA
3. Signý Sveinbjörnsdóttir - SKRR

Seinna svigmót
1. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SKRR
2. Hjördís Birna Ingvadóttir - SKRR
3. Harpa María Friðgeirsdóttir - SKRR

Karlar
Fyrra svigmót
1. Björn Davíðsson - BBL
2. Brynjólfur Máni Sveinsson - Dalvík
3. Jón F. Bjarnþórsson - SKRR

Seinni svigmót
1. Sturla Snær Snorrason - SKRR
2. Gauti Guðmundsson - SKRR
3. Björn Davíðsson - BBL