Ólíklegt er að fyrsti kappakstur tímabilsins fari fram í Formúlunni um helgina eftir að starfsmaður McLaren greindist með kórónaveirunna og McLaren dró lið sitt úr keppni.

Tímabilið í Formúlunni á að hefjast með kappakstrinum í Ástralíu um helgina en nú er óvíst hvort að keppnin fari yfir höfuð fram.

Lewis Hamilton, heimsmeistari ökuþóra, hefur gagnrýnt stjórn Formúlu 1 fyrir að grípa ekki til aðgerða og fresta keppninni en staðfest smit í herbúðum McLaren gæti gert útslagið.

Í vikunni bárust fréttir af því að þrír starfsmenn liðanna, tveir úr Haas og einn frá McLaren væru í sóttkví og er nú búið að staðfesta smit hjá bifvélavirkja McLaren.