Enska úrvalsdeildarfélagið í knattspyrnu karla, Tottenham Hotspur, tilkynnti fyrr í dag að leiðir félagins og José Mourinho myndu skilja eftir tæplega tveggja ára samstarf.

Daniel Levy, stjórnarformanns Tottenham Hotspur, bíður því það verk að finna einstakling til þess að taka við keflinu í brúnni hjá liðinu í sumar.

Ralph Hassenhuttel og Brendan Rodgers hafa báðir verið orðaðir við starfið. Hassenhuttel hefur staðið sig vel hjá Southampton og Rodgers gert góða hluti hjá Leicester City.
Julen Nagelsmann er afar eftirsóttur eftir góðan árangur sinn hjá RB Leipzig. Tottenham gæti þurft að berjast við Bayern München um starfskrafta Nagelsmann.
Massimiliano Allegri hefur verið án starfs síðan hann hætti störfum hjá Juventus og er hann ávallt orðaður við starfið þegar stóru félögin í Evrópu vantar knattspyrnustjóra.
Eddie Howe náði eftirtektarverðum árangri hjá Bournemouth og hefur áður verið nefndur til sögunnar til þess að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Tottenham Hotspur.
Erik Ten Haag, sem stýrrir Ajax, var talinn líklegur til þess að fá starfið hjá Tottenham Hotspur þegar José Mourinho var ráðinn. Nú gæti röðin verið komin að honum.