„Ég er sár , leið og pirruð yfir leiknum," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands eftir að ljóst var að íslenska liðið færi ekki inn á Heimsmeistaramótið á næsta ári.

Ísland tapaði 4-1 í framlengdum leik gegn Portúgal í kvöld en íslenska liðið var manni færri eftir að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk rautt spjald og dæmt á sig vítaspyrnu. Þar komust heimakonur í 1-0 en Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði leikinn.

„Ég sá þekka atvik ekki en þetta hefur auðvitað áhrif á leikinn. Mér finnst við samt hafa tekið þessu sjokki vel.“

Líklega var þetta síðasta tækifæri Söru á að komast inn á Heimsmeistaramótið. „Það er ekkert ákveðið en ég hugsaði að þetta tækifæri að fara til Ástralíu á næsta ári sem mitt tækifæri að fara á HM. Það er smá tími í næsta HM og maður veit ekki hvað gerist á þeim tíma."