Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er í riðli með Svartfjallalandi og Danmörku í næsta stigi í forkeppni fyrir undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer árið 2023.

Leikið verður í forkeppninni sem fram undan er dagana 11. til 28. ágúst en liðin mætast heima og að heiman.

Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var en tvö efstu liðin komast áfram úr hverjum riðl og tryggja sér sæti í undankeppni mótsins.