Shawn Bradl­ey, fyrr­verandi leik­maður í banda­rísku NBA-deildinni í körfu­bolta, segist ekki hafa viljað lifa lengur eftir að hafa lamast í kjöl­far ó­hugnan­legs um­ferðar­slysi í janúar á síðasta ári.

Bradl­ey, sem gerði garðinn frægan með Phila­delphia 76ers, New Jer­s­ey Nets og Dallas Ma­vericks, var á reið­hjóli þegar öku­maður ók bif­reið sinni aftan á hann. Af­leiðingar slyssins voru þær að Bradl­ey lamaðist fyrir neðan brjóst og þarf hann að notast við hjóla­stól.

Þessi öflugi körfu­bolta­maður var í við­tali við Sports Illu­stra­ted á dögunum þar sem hann lýsti þeim gríðar­legu breytingum sem hafa orðið á lífi hans síðustu mánuði.

Bradl­ey er 229 sentí­metrar á hæð og því tölu­verð á­skorun fyrir hann að vera í hjóla­stól. Hann þurfti á sér­smíðuðum stól að halda sem tók nokkra mánuði að setja saman. Þá er ekki hlaupið að því að fara hvert sem er í stólnum.

Þannig þurfti eigin­kona hans, Carri­e, að hafa sam­band við kvik­mynda­hús fyrir skemmstu til að tryggja að örugg­lega væri pláss fyrir stólinn þegar þau ætluðu í bíó. Þá þarf Carri­e að að­stoða hann við að borða og að baða sig – flestar at­hafnir dag­legs lífs í raun.

Bradl­ey viður­kennir í við­talinu að hafa farið í gegnum djúpa dali undan­farna mánuði. „Ég hef velt því fyrir mér hvernig ég gæti verið minni byrði á fólki. Kannski væri betra fyrir alla ef þetta væri bara búið. Já, þessar hugsanir hafa laumast að mér og þær eru raun­veru­legar. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni fylgja þessum hug­myndum eftir en þær eru til staðar.“

Bradl­ey segir einnig að það hafi verið erfitt að hitta gamla vini eftir slysið, nefnir hann til dæmis Dirk Nowitzki og Mark Cu­ban í því sam­hengi.

Bradl­ey er 49 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2005 eftir tólf ár í NBA-deildinni. Hann skoraði tæp­lega 7.000 stig á ferli sínum og var með flest varin skot í deildinni tíma­bilið 1996 til 1997.