Mattia Binotto hefur sagt upp störfum sem liðsstjóri Formúlu 1 liðs Ferrari. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ferrari. Hann mun yfirgefa liðið á gamlársdag.

Í yfirlýsingu Ferrari er Binotto þakkað fyrir sín störf fyrir liðið en Binotto hefur starfað hjá Ferrari í yfir 28 ár. Framlag hans hafi meðal annars skilað sér í því að Ferrari sé nú aftur komið í þá stöðu í Formúlu 1 að geta barist um titla.

Binotto segir að það sé með miklum trega sem hann hafi ákveðið að binda enda á samstarf sitt við Ferrari.

,,Nú yfirgef ég fyrirtækið sem ég elska og hef verið hluti af í yfir 28 ár.

Ég yfirgef samheldið og vaxani lið. Sterk lið, sem er að mínu mati tilbúð að berjast um sitt helsta markmið. Ég óska liðinu alls hins besta í framtíðinni."

Binotto segist vera viss um að þetta sé réttr skref þó ákvörðunin um að yfirgefa Ferrari sé erfið.

Ferrari byrjaði nýafstaðið Formúlu 1 tímabil afar vel og var það mat manna að liðið væra á ný tilbúið til að berjast um titla.

Hins vegar fóru hlutirnir á verri veg, vafasamar ákvarðanir er varða keppnisáætlanir sem og ótrúleg óheppni varð til þess að liðið náði ekki að halda dampi og var um tíma í hættu á að missa annað sæti í stigakeppni bílasmiða til Mercedes.

Undir lok tímabils fóru heyrast orðrómar frá Ítalíu þess efnis að Binotto væri á útleið og gæti vel verið að honum hafi á endanum verið þrýst út frekar en að hann hafi af fyrra bragði ákveðið að segja upp.

Það hentar betur fyrir hans arfleið hjá Ferrari en orðrómarnir frá Ítalíu kveða á um að Fredéric Vasseur hjá Alfa Romeo verði næsti liðsstjóri Ferrari.