Manolo Portanova, liðsfélagi íslenska knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar hjá ítalska B-deildar liðinu Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun á 21 árs gamalli konu.
Það er The Sun sem greinir frá tíðindunum en ásamt Manolo hlutu tveir aðrir karlmenn sambærilegan dóm.
Portanova gekk til liðs við Genoa frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Juventus árið 2021 en hann spilaði síðast leik með Genoa þann 4. desember síðastliðinn