Manolo Porta­nova, liðs­fé­lagi ís­lenska knatt­spyrnu­mannsins Alberts Guð­munds­sonar hjá ítalska B-deildar liðinu Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hóp­nauðgun á 21 árs gamalli konu.

Það er The Sun sem greinir frá tíðindunum en á­samt Manolo hlutu tveir aðrir karl­menn sam­bæri­legan dóm.

Porta­nova gekk til liðs við Genoa frá ítalska úr­vals­deildar­fé­laginu Juventus árið 2021 en hann spilaði síðast leik með Genoa þann 4. desember síðast­liðinn