Tveir leikmenn úr kvennalandsliði Malí í körfubolta gætu átt von á leikbanni en Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, er með hegðun þeirra til skoðunnar eftir að þær slógust á blaðamannasvæðinu (e. mix zone) eftir leik gegn Serbíu í nótt.

HM í körfubolta stendur yfir í Ástralíu þessa dagana. Malí tapaði með þrettán stigum gegn Serbíu í nótt og er búið að tapa öllum leikjum mótsins.

Í miðju viðtali við Sasa Cado hjá serbneskum fjölmiðli heyrast stympingar og beinist myndavélin þá að Salimatou Kourouma og Kamite Elisabeth Dabou í liði Malí þegar þær eru í áflogum.

Liðsfélagarnir reyna að stöðva þær en það sést í myndbandinu þegar Kourouma kýlir Dabou sinn sem virðist vera upptekin við að reyna að ná henni niður.

Síðar baðst Kourouma afsökun á hegðun þeirra.

Malí þáði boð um að taka sæti Nígeríu á mótinu eftir að körfuboltasamband Nígeríu tilkynnti fyrr á þessu ári að lið á vegum sambandsins væru komin í tveggja ára frí frá keppnum.