Heim­ild­ir breska götublað­sins Daily Star herm­a að liðs­fé­lag­ar Gylf­a Þór Sig­urðs­son­ar hjá E­ver­ton, sem hand­tek­inn var á Eng­land­i vegn­a gruns um brot gegn barn­i, vilj­i að nafn hans verð­i birt í þar­lend­um fjöl­miðl­um. Það hef­ur ekki ver­ið gert hing­að til og nafn hans ein­ung­is kom­ið fram í fjöl­miðl­um utan Eng­lands.

Gylf­i var lát­inn laus gegn trygg­ing­u og hús­leit síð­an gerð á heim­il­i hans. Hann er nú sam­kvæmt The Sun í sól­ar­hrings­gæsl­u.

Að sögn The Sun hafa ein­hverj­ir leik­menn E­ver­ton kom­ið að máli við stjórn­end­ur fé­lags­ins og far­ið þess á leit við þá að þeir gefi út nafn Gylf­a til að bind­a enda á orð­róm­a um fé­lag­ið og aðra leik­menn þess en Fab­i­an Delph leik­mað­ur E­ver­ton hef­ur einn­ig leg­ið und­ir grun í mál­in­u þar sem hann og Gylf­i eru báð­ir 31 árs og kvænt­ur og tóku ekki þátt í æf­ing­a­mót­i E­ver­ton í Band­a­ríkj­un­um. Sam­kvæmt frétt­um enskr­a miðl­a var hinn hand­tekn­i 31 árs og kvænt­ur.

Liðs­fé­lög­um Gylf­a hef­ur ver­ið mein­að að eiga í sam­skipt­um við hann. Hann mun hafa hringt fimm sinn­um í einn leik­mann og spenn­a fari vax­and­i inn­an liðs­ins með á­stand­ið.