Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, tilkynnti í dag hvaða þrettán leikmenn hann hefði valið fyrir næsta verkefni landsliðsins sem er forkeppni fyrir undankeppni HM 2023.

Martin Hermannsson gat ekki gefið kost á sér í næsta verkefni karlalandsliðsins í körfubolta vegna verkefna með félagsliði sínu.

Engir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og tekur Craig þrettán leikmenn í ferðalagið ef kæmi til þess að það þyrfti að skipta út leikmanni. Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Kristófer Acox þurfti að draga sig úr verkefninu vegna meiðsla. Þá gáfu þeir Brynjar Þór Björnsson, Collin Pryor, Ólafur Ólafsson, Pavel Ermolinskij og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ekki kost á sér að þessu sinni.

Leikmannahópurinn:

Breki Gylfason · Haukar (7)

Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (46)

Gunnar Ólafsson · Stjarnan (20)

Haukur Helgi Briem Pálsson · MoraBanc Andorra, Spánn (68)

Hjálmar Stefánsson · CD Carbajosa Basket, Spánn (16)

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (84)

Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskaland (11)

Kári Jónsson · Haukar (12)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík (10)

Tómas Þórður Hilmarsson · CD Carbajosa Basket, Spánn (6)

Tryggvi Snær Hlinason · Zaragoza, Spánn (39)

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (62

Auka leikmaður hópsins:

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (47)