ÍSÍ hefur gefið sérsamböndunum grænt ljós að hefja æfingar frá og með morgundeginum með ströngum skilyrðum og kröfu um að það verði engin snerting á æfingum.

Allt íþróttastarf fullorðinna á höfuðborgarsvæðinu var stöðvað þann 8. október síðastliðinn eftir hraða útbreiðslu COVID-19 á Reykjavíkursvæðinu.

Samkvæmt nýjustu reglum heilbrigðisráðherra eru íþróttir með snertingu óheimilar til 3. nóvember að hið minnsta. Nú fá félög hinsvegar að fá að æfa.

Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, í samtali við Sindra Sverrisson áVísi í dag.

KSÍ fundar í dag um framhaldið í deildarkeppni íslensku knattspyrnunnar og munu HSÍ og KKÍ einnig funda um framhaldið í dag eins og kemur fram á Vísi.