Leikmenn Manchester United festust í umferðarteppu í borginni í aðdraganda leiks liðsins gegn Juventus á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Er þetta annar heimaleikurinn í röð þar sem lærisveinar Jose Mourinho tefjast vegna umferðarteppu í Manchester borg.

Þurfti að fresta leik Manchester United og Valencia á dögunum um tíu mínútur vegna þess hversu seint lið heimamanna mætti á völlinn og ákvað UEFA að kæra félagið fyrir að mæta of seint til leiks.

Það á eftir að koma í ljós hvort að fresta þurfi leik kvöldsins um einhverjar mínútur. Þrátt fyrir tafirnar er búið að tilkynna liðið og er Jose Mourinho, knattspyrnustjóri heimamanna mættur eftir að hafa gengið um hálfan kílómeter.