Enski boltinn

Lið Man United festist aftur í umferðarteppu

​Leikmenn Manchester United festust í umferðarteppu í borginni í aðdraganda leiks liðsins gegn Juventus á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld.​

Liðsrúta Manchester United fyrir leik í vor. Fréttablaðið/Getty

Leikmenn Manchester United festust í umferðarteppu í borginni í aðdraganda leiks liðsins gegn Juventus á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Er þetta annar heimaleikurinn í röð þar sem lærisveinar Jose Mourinho tefjast vegna umferðarteppu í Manchester borg.

Þurfti að fresta leik Manchester United og Valencia á dögunum um tíu mínútur vegna þess hversu seint lið heimamanna mætti á völlinn og ákvað UEFA að kæra félagið fyrir að mæta of seint til leiks.

Það á eftir að koma í ljós hvort að fresta þurfi leik kvöldsins um einhverjar mínútur. Þrátt fyrir tafirnar er búið að tilkynna liðið og er Jose Mourinho, knattspyrnustjóri heimamanna mættur eftir að hafa gengið um hálfan kílómeter.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing