Golf

Lið Íslands á EM atvinnukylfinga valið lið ársins

​Lið Íslands á Evrópumóti atvinnukylfinga sem fór fram í Skotlandi í sumar var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna.

Evrópumeistararnir, frá vinstri, Birgir Leifur, Ólafía Þórunn, Valdís Þóra og Axel. Fréttablaðið/Ernir

Lið Íslands á Evrópumóti atvinnukylfinga sem fór fram í Skotlandi í sumar var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna.

Er þetta sjöunda árið í röð sem Samtök íþróttafréttamanna velja lið ársins en karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefur unnið þessi verðlaun undanfarin þrjú ár.

Íslenska liðið sem var skipað Axeli Bóassyni, GK, Birgi Leifi Hafþórssyni úr GKG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL.

Þau urðu Evrópumeistarar í keppni blandaðra liða en í karlaflokki lentu Axel og Birgir Leifur í öðru sæti í fyrsta sinn sem þetta mót fór fram.

Í öðru sæti var lið ÍBV sem varð deildar- bikar og Íslandsmeistari ásamt því að komast í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu.

Eyjamenn unnu alla þá titla sem í boði voru ásamt því að verða annað íslenska liðið sem komst alla leiðina í undanúrslitin í Evrópukeppninni.

Þá lenti kvennalandslið Íslands í hópfimleikum í þriðja sæti eftir að hafa nælt í silfurverðlaun á EM í hópfimleikum.

Þar munaði aðeins 0,2 stigi á íslenska liðinu og Svíum sem unnu gullverðlaunin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís og Ólafía í baráttunni um sæti á ÓL í Tókýó

Golf

Valdís átti besta hring mótsins

Golf

Valdís efst þegar mótið er hálfnað

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing