Golf

Lið Íslands á EM atvinnukylfinga valið lið ársins

​Lið Íslands á Evrópumóti atvinnukylfinga sem fór fram í Skotlandi í sumar var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna.

Evrópumeistararnir, frá vinstri, Birgir Leifur, Ólafía Þórunn, Valdís Þóra og Axel. Fréttablaðið/Ernir

Lið Íslands á Evrópumóti atvinnukylfinga sem fór fram í Skotlandi í sumar var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna.

Er þetta sjöunda árið í röð sem Samtök íþróttafréttamanna velja lið ársins en karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefur unnið þessi verðlaun undanfarin þrjú ár.

Íslenska liðið sem var skipað Axeli Bóassyni, GK, Birgi Leifi Hafþórssyni úr GKG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL.

Þau urðu Evrópumeistarar í keppni blandaðra liða en í karlaflokki lentu Axel og Birgir Leifur í öðru sæti í fyrsta sinn sem þetta mót fór fram.

Í öðru sæti var lið ÍBV sem varð deildar- bikar og Íslandsmeistari ásamt því að komast í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu.

Eyjamenn unnu alla þá titla sem í boði voru ásamt því að verða annað íslenska liðið sem komst alla leiðina í undanúrslitin í Evrópukeppninni.

Þá lenti kvennalandslið Íslands í hópfimleikum í þriðja sæti eftir að hafa nælt í silfurverðlaun á EM í hópfimleikum.

Þar munaði aðeins 0,2 stigi á íslenska liðinu og Svíum sem unnu gullverðlaunin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra lauk leik á sínum besta hring

Golf

Valdís Þóra hefur ekki náð sér á strik í Abú Dabí

Golf

Tímabilið hefst hjá Valdísi Þóru

Auglýsing

Nýjast

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing