Mótshaldarar hafa ákveðið að leyfa tennisspilurum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi að taka þátt á Opna bandaríska meistaramótinu, fjórða og síðasta risamóti ársins undir hlutlausum fána.

Með því fara forráðamenn Opna bandaríska aðra leið en mótshaldarar Wimbledon-mótsins sem ákváðu að banna öllum Rússum og Hvít-Rússum að taka þátt.

Tennisspilarar frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hafa fengið að leika undir hlutlausum fána á WTA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims í tennis, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Með því varð ljóst að efsti maður heimslistans, Rússinn Daniil Medvedev, fengi tækifæri til að verja titilinn.