Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í samtali við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var búinn að gefa það út að von væri á breyttum reglum um áhorfendur á íþróttaviðburðum.
Þannig verður félögum heimilt að hleypa 200 manns inn á íþróttaviðburði í númeruð sæti og gætt þess að fólk virði tilskylda fjarlægð á milli gesta.
Með því verði hægt að tryggja eins meters fjarlægð á milli þeirra einstaklinga sem koma úr mismunandi hópum.