Hattarmaðurinn Kelvin Lewis var stigakóngur Domino's deildar karla í körfubolta í vetur.

Lewis spilaði 14 leiki fyrir Hött og skoraði í þeim 25,4 stig að meðaltali. Næstur kemur Njarðvíkingurinn Terrell Vinson með 23,3 stig að meðaltali í leik.

Valsmaðurinn Urald King er þriðji á stigalistanum með 22,9 stig að meðaltali í leik. Hann er líka frákastahæsti leikmaður deildarinnar (15,0 fráköst að meðaltali í leik) og sá langframlagshæsti (31,5 framlagsstig að meðaltali í leik).

Aðeins einn Íslendingur er á listanum yfir 10 stigahæstu leikmenn deildarinnar; Haukamaðurinn Kári Jónsson sem var með 19,8 stig að meðaltali í leik.

Níu af 10 stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar eru hins vegar íslenskir. Einu sinni sem oftar er Pavel Ermonlinskij úr KR efstur á þessum lista með 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson er annar með 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og Pétur Rúnar Birgisson hjá Tindastóli þriðji með 6,5 stoðsendingar.

Athygli vekur að þrír af þeim fimm leikmönnum sem voru með bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni koma úr röðum Grindavíkur.

J'Nathan Bullock, sem sneri aftur til Grindavíkur um mitt tímabil, er efstur á þeim lista með 48,2% nýtingu. Magnús Már Traustason úr Keflavík er annar með 46,7% nýtingu, Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson þriðji með 43,5% og þar á eftir koma Grindvíkingarnir Rashad Whack (41,7%) og Dagur Kár (41,4%).

Stigahæstir:

 1. Kelvin Lewis (Höttur) - 25,3 stig
 2. Terrel Vinson (Njarðvík) - 23,3
 3. Urald King (Valur) - 22,9
 4. Ryan Taylor (ÍR) - 21,9
 5. J'Nathan Bullock (Grindavík) - 21,1
 6. Rashad Whack (Grindavík) - 20,7
 7. Antonio Hester (Tindastóll) - 20,6
 8. DJ Balentine III (Þór Þ.) - 20,5
 9. Kári Jónsson (Haukar) - 19,8
 10. Paul Jones III (Haukar) - 19,1

Frákastahæstir:

 1. Urald King (Valur) - 15,0 fráköst
 2. Hlynur Bæringsson (Stjarnan) - 12,5
 3. Marques Oliver (Þór Ak.) - 10,9
 4. Nino Johnson (Þór Ak.) - 10,9
 5. Ryan Taylor (ÍR) - 10,4
 6. Terrell Vinson (Njarðvík) - 10,1
 7. Mirko Stefan Vrijevic (Höttur) - 9,9
 8. Kristófer Acox (KR) - 9,8
 9. Jalen Jenkins (KR) - 9,6
 10. Tómas Þórður Hilmarsson (Stjarnan) - 9,0

Stoðsendingahæstir:

 1. Pavel Ermolinskij (KR) - 7,0 stoðsendingar
 2. Dagur Kár Jónsson (Grindavík) - 6,8
 3. Pétur Rúnar Birgisson (Tindastóll) - 6,5
 4. Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík) - 6,1
 5. Matthías Orri Sigurðarson (ÍR) - 6,0
 6. Kári Jónsson (Haukar) - 5,1
 7. Emil Barja (Haukar) - 4,8
 8. Kelvin Lewis (Höttur) - 4,4
 9. Halldór Garðar Hermannsson (Þór Þ.) - 4,3
 10. Benedikt Blöndal (Valur) - 4,1

Framlagshæstir:

 1. Urald King (Valur) - 31,5 framlagsstig
 2. Terrell Vinson (Njarðvík) - 25,5
 3. Ryan Taylor (ÍR) - 25,0
 4. J'Nathan Bullock (Grindavík) - 24,6
 5. Nino Johnson (Þór Ak.) - 24,3
 6. Hlynur Bæringsson (Stjarnan) - 24,1
 7. Kristófer Acox (KR) - 24,0
 8. Kelvin Lewis (Höttur) - 21,4
 9. Jalen Jenkins (KR) - 21,3
 10. Paul Jones III (Höttur) - 21,0

Besta þriggja stiga nýtingin:

 1. J'Nathan Bullock (Grindavík) - 48,2% nýting
 2. Magnús Már Traustason (Keflavík) - 46,7%
 3. Hjálmar Stefánsson (Haukar) - 43,5%
 4. Rashad Whack (Grindavík) - 41,7%
 5. Dagur Kár Jónsson (Grindavík) - 41,4%
 6. Terrell Vinson (Njarðvík) - 41,3%
 7. Brynjar Snær Grétarsson (Höttur) - 40,7%
 8. Reggie Dupree (Keflavík) - 40,7%
 9. Oddur Rúnar Kristjánsson (Njarðvík) - 39,6%
 10. Kristinn Marinósson (Haukar) - 39,1%