Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu Heimsmeistarinn, mun ekki taka þátt í Sakhir Grand Prix-keppn­inni sem fram fer í Barein um helgina eftir að greinst með Covid-19.

Í tilkynningu frá Mercedes kemur fram að Hamilton hafi farið að finna fyrir vægum einkennum á mánudag og greinst jákvæður eftir sýnatöku sama dag. Hann er nú í einangrun.

Hamilton sigraði í Grand Prix í Barein á sömu braut á sunnudaginn. Hann fór í sýnatöku þrisvar sinnum í síðustu viku, þar á meðal á sunnudaginn þegar hann tók þátt í Grand Prix en fékk neikvæða niðurstöðu úr öllum prófununum.

Hamilton er þriðji Formúlu 1 ökuþórinn til að greinast með Covid-19 á þessu tímabili, en Sergio Perez og Lance Stroll hafa einnig greinst með sjúkdóminn.