José Mourinho sem kynntur var til leiks sem nýr knattspyrnustjóri karlaliðs enska knattspyrnufélagins Tottenham Hotspur í morgun sagði að hann stefndi að því að koma með orku og ástríðu inn í liðið.
Mourinho stýrði sinni fyrstu æfingu í dag en þar virtist sem leikmenn hafi tekið vel á því en eftir æfinguna var mikið vinaþel milli leikmanna. Portúgalinn og þjálfarateymi hans virtust ánægðir með æfinguna.
Tottenham Hotspur er að búa sig undir næsta deildarleik sinn sem er á móti West Ham United í 13. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á London-leikvanginum í hádeginu á laugardaginn kemur.
Myndband af æfingunni má sjá hér að neðan:
Day one: ✔️#THFC ⚪️ #COYS pic.twitter.com/PtLT2OdSkb
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 20, 2019