NBA

Lét Kevin Hart heyra það eftir sigurkörfuna

Dwayne Wade lét einn af þekktari gamanleikurum í Hollywood heyra það eftir að hafa neglt síðasta naglann í kistu Philadelphia 76ers.

Wade var stigahæstur á vellinum þegar Miami jafnaði metin gegn Philadelphia. Fréttablaðið/Getty

Dwayne Wade sýndi gamla takta þegar Miami Heat bar sigurorð af Philadelphia 76ers, 103-113, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Með sigrinum jafnaði Miami metin í 1-1.

Wade skoraði 28 stig á aðeins 26 mínútum og leiddi sína menn til sigurs. Hann tók einnig sjö fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum í tvígang.

Wade var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik en á síðustu 15 mínútum hans skoraði hann 21 stig. Á meðan skoraði Philadelphia 20 stig samtals.

Wade var einnig drjúgur undir lokin og kláraði leikinn með því að setja niður stökkskot þegar 48 sekúndur voru eftir. Hann lét ekki þar við sitja og lét leikarann og Philadelphia-stuðningsmanninn Kevin Hart, sem sat í fremstu röð, heyra það.

Wade sneri aftur til Miami í vetur eftir stutt stopp hjá Cleveland Cavaliers. Hann lék áður með Miami á árunum 2003-16 og varð þrívegis meistari með liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Tryggvi verður í ný­liða­valinu í NBA

NBA

Indiana vann sögulegan sigur á Cleveland

NBA

Philadelphia í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 2012

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 5 - 4 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Auglýsing