Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Tyrol í Austurríki til fjölmiðla, segir að 38 ára gamall slóvenskur karlmaður hafi hlotið banvæn höfuðmeiðsli í tengslum við snjóbrettaslys á þriðjudaginn.

Samkvæmt yfirlýsingunni var karlmaðurinn hluti af kvikmyndatökuliði sem var að kanna aðstæður í Sölden í Austurrísku ölpunum. Umræddur karlmaður hafi ekki verið með hjálm á höfði sér þegar að óhappið átti sér stað. Hann datt, og féll með höfuðið á stein sem var hulinn snjó. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Grilc skilur eftir sig unnustu og tvö börn.

Grilc fæddist í Ljubljana í Slóveníu. Hann hefur í gegnum feril sinn sem snjóbrettakappi getið sér gott nafn. Hann keppti í fyrsta skipti á alþjóðlegu snjóbrettamóti ungmenna í Finnlandi árið 2002 og hefur unnið til fjöldamargra verðlauna á sínum ferli.

Hann keppti síðast árið 2013 en hefur undanfarin ár helgað lífi sínu myndbandagerð með snjóbrettaiðkun sína sem aðal viðfangsefnið