Íslenski boltinn

Lennon með tvö í öðrum sigri FH í röð

FH og Fylkir unnu góða sigra þegar 4. umferð Pepsi-deildar karla hófst í kvöld.

Lennon er markahæstur í Pepsi-deildinni ásamt Stjörnumanninum Hilmari Árna Halldórssyni. Fréttablaðið/Stefán

Steven Lennon skoraði tvívegis þegar FH vann 3-1 sigur á KA í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 

Þetta var annar sigur FH í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með níu stig. KA er hins vegar með fjögur stig í 8. sætinu.

Lennon kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Á 69. mínútu bætti Brandur Olsen öðru marki við. 

Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn á 80. mínútu en Lennon gulltryggði sigur FH með sínu öðru marki fimm mínútum fyrir leikslok. Skotinn er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni.

Mörk frá Jonathan Glenn og Hákoni Inga Jónssyni tryggðu Fylki 2-1 sigur á ÍBV í Egilshöllinni. Fylkismenn eru í 3. sæti deildarinnar með sjö stig.

Sigurður Arnar Magnússon skoraði mark Eyjamanna sem eru stigalausir á botni deildarinnar. Það stefnir því í erfitt sumar hjá strákunum hans Kristjáns Guðmundssonar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann

Íslenski boltinn

Felix Örn á leið til Danmerkur

Íslenski boltinn

FH ekki fengið færri stig síðan 2003

Auglýsing

Nýjast

Casillas og Salah koma Karius til varnar eftir leik

Ljóst hvaða liðum FH og Stjarnan geta mætt

Valur gæti farið til Moldóvu eða Makedóníu

Mourinho: Ekki komin mynd á liðið okkar

Liverpool missti spón úr aski í tapi

„Er með skýra mynd í kollinum hvert ég stefni“

Auglýsing