Íslenski boltinn

Lennon með tvö í öðrum sigri FH í röð

FH og Fylkir unnu góða sigra þegar 4. umferð Pepsi-deildar karla hófst í kvöld.

Lennon er markahæstur í Pepsi-deildinni ásamt Stjörnumanninum Hilmari Árna Halldórssyni. Fréttablaðið/Stefán

Steven Lennon skoraði tvívegis þegar FH vann 3-1 sigur á KA í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 

Þetta var annar sigur FH í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með níu stig. KA er hins vegar með fjögur stig í 8. sætinu.

Lennon kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Á 69. mínútu bætti Brandur Olsen öðru marki við. 

Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn á 80. mínútu en Lennon gulltryggði sigur FH með sínu öðru marki fimm mínútum fyrir leikslok. Skotinn er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni.

Mörk frá Jonathan Glenn og Hákoni Inga Jónssyni tryggðu Fylki 2-1 sigur á ÍBV í Egilshöllinni. Fylkismenn eru í 3. sæti deildarinnar með sjö stig.

Sigurður Arnar Magnússon skoraði mark Eyjamanna sem eru stigalausir á botni deildarinnar. Það stefnir því í erfitt sumar hjá strákunum hans Kristjáns Guðmundssonar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Magni sendi ÍR niður um deild

Íslenski boltinn

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Handbolti

Fram fer vel af stað

Auglýsing

Nýjast

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Afturelding og Grótta fara upp

Birgir og Ólafía náðu bæði niðurskurði

Landið að rísa aftur á Skaganum

Auglýsing