Íslenski boltinn

Lennon með tvö í öðrum sigri FH í röð

FH og Fylkir unnu góða sigra þegar 4. umferð Pepsi-deildar karla hófst í kvöld.

Lennon er markahæstur í Pepsi-deildinni ásamt Stjörnumanninum Hilmari Árna Halldórssyni. Fréttablaðið/Stefán

Steven Lennon skoraði tvívegis þegar FH vann 3-1 sigur á KA í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 

Þetta var annar sigur FH í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með níu stig. KA er hins vegar með fjögur stig í 8. sætinu.

Lennon kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Á 69. mínútu bætti Brandur Olsen öðru marki við. 

Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn á 80. mínútu en Lennon gulltryggði sigur FH með sínu öðru marki fimm mínútum fyrir leikslok. Skotinn er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni.

Mörk frá Jonathan Glenn og Hákoni Inga Jónssyni tryggðu Fylki 2-1 sigur á ÍBV í Egilshöllinni. Fylkismenn eru í 3. sæti deildarinnar með sjö stig.

Sigurður Arnar Magnússon skoraði mark Eyjamanna sem eru stigalausir á botni deildarinnar. Það stefnir því í erfitt sumar hjá strákunum hans Kristjáns Guðmundssonar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Íslenski boltinn

„Gott að fá aukna breidd í sóknarleikinn"

Íslenski boltinn

Ísland kláraði mótið með sannfærandi sigri

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing