Það verður blásið til veislu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld þegar að Fylkismenn taka á móti Grindvíkingum í Lengjudeild karla. Flautað verður til leiks klukkan 20:00 í Árbænum en leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Fyrir leik eru Fylkismenn í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, einu stigi frá toppliði HK og geta með sigri styrkt stöðu sína við topp deildarinnar.

Grindvíkingar munu hins vegar reyna að koma sér á stig eftir það sem hægt er að líta á sem vonbrigðatímabil hingað til. Gestirnir sitja í 8. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig.