Leikur Gróttu og Aftureldingar í Lengjudeild karla í kvöld verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Leikar hefjast klukkan 19:15.

Um er að ræða afar áhugaverð viðureign en fyrir leik kvöldsins eru liðin jöfn að stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar.

Grótta situr í 5. sæti og hefur unnið 7 af sínum 15 leikjum í deildinni til þessa. Þá situr Afturelding í 6. sæti með einum sigri minna