Ástralinn Nick Kyrgios heiðraði minningu Kobe Bryant með því að klæðast treyju Kobe gegn Rafa Nadal í leik á Opna ástralska meistaramótinu í nótt.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi í gærkvöld ásamt átta öðrum en Kobe sem var 41 ára var einn besti körfuboltamaður heims í tæpa tvo áratugi. Í þyrlunni var einnig dóttir Kobe, Gigi Bryant sem var aðeins þrettán ára gömul.

Hann lék allan feril sinn með Los Angeles Lakers við góðan orðstír og vann fimm meistaratitla með félaginu ásamt því að vera valinn besti leikmaður deildarinnar eitt árið.

Flest allar íþróttastjörnur Bandaríkjanna, margar kvikmynda- og tónlistastjörnur hafa minnst Kobe á Instagram síðustu 12 tímana en Kyrgios nýtti tækifærið og kaus að leika í treyju Kobe.

Leikurinn stendur yfir og er í 32-liða úrslitum einliðaleiks í Opna ástralska meistaramótsins.