Nadiem Amiri, sóknartengiliður Bayer Leverkusen, sýndi takta um helgina sem minntu helst á frægan snúning Dennis Bergkamp sem er eitt af frægari mörkum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Markið taldi ekki mikið þar sem Leverkusen tapaði leiknum gegn Frankfurt 1-2 en Amiri getur hugsað aftur til marksins með hlýju.

Með einfaldri hreyfingu lék Amiri á varnarmann Frankfurt í móttökunni á sendingu frá liðsfélaga sínum, Florian Wirtz.

Til að fullkomna markið skoraði Amiri með hælspyrnu í gegnum klof Kevin Trapp til að koma Leverkusen yfir en Frankfurt átti eftir að skora tvö mörk sem dugði fyrir sigrinum.