Rúnar Alex Rúnarsson skrifaði nýlega undir samning við ítalska fyrirtækið Reusch um samstarf þegar kemur að markmannshönskum. 

Mun hann áfram vera samningsbundinn Nike þegar kemur að skófatnaði. Reusch var um árabil eitt þekktasta merki heims í markmannshönskum en minna hefur farið fyrir fyrirtækinu á undanförnum árum. 

Meðal markmanna sem eru á samningi hjá fyrirtækinu eru Julio Cesar, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Brasilíu og Samir Handanović, markvörður Inter. Honum leist best á Reusch af þeim fyrirtækjum sem höfðu samband.

„Ég var ekki með samning um markmannshanska og það voru nokkur fyrirtæki sem höfðu samband þegar HM var í gangi. Ég valdi Reusch því mér leið ofboðslega vel í hönskunum þeirra, það skipti mig mestu máli. Þetta hafa alltaf verið frábærir markmannshanskar og ég er bara spenntur fyrir komandi samstarfi.“