Körfubolti

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnandi og lykilleikmaður hjá ÍR getur ekki leikið með liðinu næstu vikurnar vegna ökklameiðsla.

Matthías Orri í leik með ÍR gegn Stjörnunni fyrr á leiktiðinni. Fréttablaðið/Eyþór

Körfuboltamaðurinn Matthías Orri Sigurðarson getur ekki leikið með liði sínu, ÍR, næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í deildarleik liðsins gegn Haukum nýverið. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Matthías Orri snéri sig á ökkla í leiknum og Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sagði í samtali við mbl.is að hann byggist við því hann leikstjórnandinn öflugi yrði frá í um það þrjár til fimm vikur vegna þeirra meiðsla. 

ÍR er með tvö stig eftir fyrstu tvo leiki sína í deildinni í vetur, en liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar og lagði svo Hauka eins og áður segir í annarri umferðinni. 

Matthías skoraði 18 stig í tapinu á móti Stjörnunni og var búinn að skora fjögur stig þegar hann fór meiddur af velli í sigrinum gegn Haukum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Helena: Einhvern veginn allt að

Körfubolti

Helena á heimleið

Körfubolti

KR upp að hlið Snæfelli á toppnum

Auglýsing

Nýjast

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Auglýsing