Handbolti

Leiknum á Selfossi frestað

Samgönguörðugleikar koma í veg fyrir að 15. umferð Olís-deildar kvenna klárist í kvöld.

Selfyssingar þurfa að bíða til morguns eftir leiknum gegn Akureyringum. Fréttablaðið/Eyþór

Leik Selfoss og Þórs/KA í Olís-deild kvenna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað til morguns vegna samgönguörðugleika. Leikurinn fer fram klukkan 20:00 annað kvöld.

Tveir leikir fara því fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Haukar taka á móti Stjörnunni og HK sækir Fram heim.

Fimmtánda umferð Olís-deildarinnar hófst í gær með leik ÍBV og Vals. Gestirnir unnu stórsigur, 16-29, og náðu þar með fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Fram getur minnkað forskotið niður í tvö stig með sigri á HK. Það verða að teljast afar líkleg úrslit en HK-ingar hafa ekki unnið leik síðan 21. október.

Haukar geta styrkt stöðu sína í 3. sætinu með því að vinna Stjörnuna sem er í 6. sæti deildarinnar. Tveimur stigum munar á Stjörnunni og HK sem er í 7. sætinu. Selfoss er svo á botni deildarinnar með fjögur stig, þremur stigum á eftir HK.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frábær vörn skóp sigur Valskvenna gegn ÍBV í Eyjum

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing