Sindri Björnson hefur samið við knattspyrnudeild Leiknis en þessi uppaldi Leiknismaður gerir tveggja ára samning við félagið.

Þessi 26 ára gamall miðjumaður gekk í raðir Vals árið 2016 og varð Íslandsmeistari á Hlíðarenda 2017 og 2018. Sumarið 2019 var Sindri svo lánaður til Vestmannaeyja þar sem hann lék með ÍBV. Auk þess hefur hann leikið með Grindavík hér heima.

Sindri er annar uppaldi leikmaðurinn sem Leiknir endurheimtir eftir að síðustu leiktið lauk en áður hafði Óttar Bjarni Guðmundsson komið eftir dvöl hjá Stjörnunni og nú síðast Skagamönnum.

Leiknir hélt sæti sínu í efstu deild í haust en það er í fyrsta skipti í sögunni sem liðið gerir það.