Sadio Mane, Trent Alexander Arnold, Gini Wijnaldum og Naby Keita hafa borist rasísk skilaboð á samskiptamiðlum sínum eftir tap Liverpool.

Þetta var fyrri leikur Liverpool og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 3-1 sigri spænska liðsins en liðin mætast á ný í næstu viku.

Skilaboðin sem biðu leikmannana eru enn eitt dæmið um netníð í garð leikmanna en leikmennirnir hafa verið duglegir að vekja athygli á málinu.

Enska úrvalsdeildin og félög innan deildarinnar hafa kallað eftir hertum aðgerðum yfirmanna samskiptamiðla án árangurs.