Sjúkra­þjálfarinn Einar Einars­son segir leik­menn í ensku úr­vals­deildinni ekki til­búna í átök vetrarins. Hann segir þá ekki hafa fengið nægan tíma í undir­búning.

Þetta kemur fram í við­tali Tómasar Þórs Þórðar­sonar, rit­stjóra enska boltans á Símanum Sport við Einar. Það var sýnt í gær en horfa má á spjall þeirra í mynd­bandinu neðst í fréttinni. Mikið hefur verið um meiðsli á þessu tíma­bili.

Einar segir aldrei hafa gefist tími til að undir­búa leik­menn undir á­tökin. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa há­marks á­kefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leik­menn spila,“ segir Einar.

Hann starfar nú á Aspetar í­þrótta­sjúkra­húsinu í Katar. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leik­maðurinn er að taka endur­tekna spretti. Þjálfun knatt­spyrnu­manna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undir­búnings­tíma­bilið snýst um að koma leik­mönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ segir hann.

„Það varð ekkert úr undir­búnings­tíma­bilinu og það er búið að auka leikja­á­lagið til muna. Tæki­færin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig.“