Sá leikur átti sér stað aðeins fimm dögum eftir að Christian Eriksen, leikmaður danska liðsins, hneig niður eftir að hafa farið í hjartastopp á meðan leik Danmerkur og Finnlands stóð.

Þrátt fyrir áfallið var Dönum skipað að klára leikinn gegn Finnlandi en Hjulmand sagði í samtali við danska ríkissjónvarpið að nokkrir leikmenn hafi verið utan við sig á meðan aðrir köstuðu up.

„Það er í raun ráðgáta hversu vel innstilltir leikmennirnir voru í leiknum gegn Belgíu. Við fundum fyrir stuðningnum og það aðstoðaði okkur að ná áttum í aðstöðu sem var afskaplega furðuleg. Það kveikti í strákunum,“ segir Hjulmand sem ræddi einnig spilamennskuna í seinni hálfleik gegn Finnum eftir að Eriksen hneig niður fyrr um kvöldið.

„Allt liðið var í áfalli. Við vorum eins og draugar að hlaupa um völlinn,“ sagði Kasper og sagði að það hefði tekið hann og leikmennina nokkra daga að ná sér af áfallinu.

Hann rifjaði sjálfur upp þegar hann var aðstoðarþjálfari hjá Nordsjælland og einstaklingur varð fyrir eldingu inn á fótboltavellinum.