Sport

Leikmenn búnir að velja númer á treyjuna fyrir HM

Knattspyrnusambandið, KSÍ, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að búið væri að úthluta númerum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

Birkir heldur áttunni sem hann lék einnig á á Evrópumótinu í Frakklandi. Fréttablaðið/Getty

Knattspyrnusambandið, KSÍ, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að búið væri að úthluta númerum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

Hannes, Birkir Már, Ragnar, Sverrir, Kári, Ari, Aron Einar, Gylfi, Jóhann Berg, Emil, Birkir, Arnór Ingvi og Alfreð halda allir sínum númerum sem þeir voru með á Evrópumótinu.

Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson kusu að skipta um treyju en Jón Daði klæðist treyju 22 sem Eiður Smári Guðjohnsen var í á síðasta stórmóti.

Þá tekur Björn Bergmann Sigurðarson treyju númer níu sem Kolbeinn Sigþórsson lék í á síðasta stórmóti en listann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Markmenn
1 - Hannes Þór Halldórsson
12 - Frederik Schram
13 - Rúnar Alex Rúnarsson

Varnarmenn
2 - Birkir Már Sævarsson
3 - Samúel Kári Friðjónsson
5 - Sverrir Ingi Ingason
6 - Ragnar Sigurðsson
14 - Kári Árnason
15 - Hólmar Örn Eyjólfsson
18 - Hörður Björgvin Magnússon
23 - Ari Freyr Skúlason

Miðjumenn
7 - Jóhann Berg Guðmundsson
8 - Birkir Bjarnason
10 - Gylfi Þór Sigurðsson
16 - Ólafur Ingi Skúlason
17- Aron Einar Gunnarsson
19 - Rúrik Gíslason
20 - Emil Hallfreðsson
21 - Arnór Ingvi Traustason

Sóknarmenn
4 - Albert Guðmundsson
9 - Björn Bergmann Sigurðarson
11 - Alfreð Finnbogason
22 - Jón Daði Böðvarsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Ekki í boði að spila neinn skítaleik“

Fótbolti

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Fótbolti

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Auglýsing

Nýjast

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Sterling þótti bera af í nóvember

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing