Tveir leikmenn kvennaliðs Vals í knattspyrnu og einn leikmaður Breiðabliks eru komnar í sóttkví vegna smits sem greindist hjá starfsmanni kvennaliðs KR.

Þó svo að þessir leikmenn hafi verið settir í sóttkví verður það ekki til þess að næstu leikjum liðanna á Íslandsmótinu verði frestað þar sem knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur sett það viðmið að fimm leikmenn þurfi að vera í sóttkví á sama tíma svo að leikir verði færðir.

Breiðablik sem trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki fær Selfoss í heimsókn á mánudagskvöldið kemur og Valur sem er í öðru sæti með 22 stig mætir Þrótti sama kvöld.

Leik Fylkis og KR sem fara átti fram á mánudaginn hefur aftur á móti verið frestað þar sem KR-liðið er í sóttkví á þeim tíma um óákveðinn tíma.